Veturinn komin ;)

Brr já það má nú segja að veturinn sé kominn og ég held að hann sé komin til að vera hérna á Dalvík. Komin fullt af snjó, held samt að þetta sé í fyrsta skiftið sem mér er bara alveg sama finnst bara fallegt úti núna ekkert smá jólalegt, snjór á grenitrjánum og svona Smile Er annars byrjuð að hugsa voða mikið um jólinn þar sem ég hef nú lítið annað með tímann að gera, byrjaði meira að segja að föndra jólakort í gær er var nú ekkert sérlega ánægð með útkomuna, því miður GetLost

En annars hefur lítið skeð hjá mér síðustu daga hef bara tekið því rólega (svona eins og ég mögulega get). Já og svo ég minnist nú á það þá keypti ég mér bók um daginn, held svona í alvöru talað að þetta sé fyrsta bókin sem ég hef keypt án þess að þurfa þess og er ég bara þónokkuð stolt af því Wink Þessi bók kosstaði mig nú reyndar ekki nema 650 kr og er hún sko alveg þess vriði þetta er bókin konur með einn í útvíkkun fá enga samúð, mjög góð bók, verð samt að viðurkenna að ég verð nú hálf smeik þegar ég les sumar sögurnar í henni Shocking ekki það að ég kvíði nú ekkert fyrir fæðingunni eða allavega ekki mikið heh Joyful

 Jæja ætla að fara að gæða mér á skúffukökuni sem yngsat  systir mín var að enda við að baka,hún er alveg snilldar bakari þrátt fyrir það að vera bara 13 ára gömulWink

INGUNN


Slökun!!

Já næstu daga og vikur þarf á ég að vera í algjörri slökun!! má nánast ekkert gera. Gangi mér vel segi ég nú bara Shocking fór í mæðraskoðun á miðvikudaginn eftir vinnu og var send inná fæðingadeild með of háan blóðþrýsting og eggjahvítu í þvagi, eftir ítarlegar skoðanir var ég svo lögð inn, mér til mikillar gelði, veit ekkert leiðinlegra en að hanga í sjúkrarúmi og horfa út í loftið en sem betur fer fékk ég að fara heim eftir sólarhring með því skilyrði að slaka bara á framm að fæðingu því ég væri komin með vott af meðgöngueitrun.

Mér gengur nú reyndar ekkert alltof vel að slaka á, sérstaklega því ég finn voða lítið fyrir þessu. En ég reyni mitt besta, sérstaklega vegna þess að ég þarf nú að hugsa um fleiri en sjálfan mig.

Ég sem var búin að plana það að fara að versla jólagjafir og stússast helling áður en barnið fæðist en nei ég má það víst ekki. Það er nú samt helling sem þarf að gera áður en litla krílið lítur dagsins ljós, það er svo stutt í það, tala nú ekki um ef ég vesna eitthvað þá þarf bara að setja mig af stað. En þá verður pabbinn og amman bara að sjá um það sem á eftir að gera Wink

Svo er nú víst helgi framundan býst við því að hún fari bara í afslöppun, ætla nú samt að reyna að þvo smá barnaföt og svona í rólegheitum. Svo á mánudaginn þarf ég aftur inná FSA í skoðun vona að það komi vel út því annars verð ég lögð inn aftur Errm

jæja ætla að láta þetta nægja í bili, kem með fleiri fréttir síðar...Smile

 


Skíta kuldi

Já ég held barasta að það sé að koma vetur, það kom bara þvílíka snjókoman í dag í svona klukkutíma brrr..Pinch ég verð samt að viðurkenna að það kom svona smá jólafýlingur í mig þegar ég sá snjókornin detta niður Wink reyndar er nú kannski full snemmt að fá jólafýling, en þau verða komin áður en ég veit af tíminn líður svo ótúlega, finnst t.d eins og það hafi bara verið fyrir bara nokkrum vikum að ég fór inná FSA og kom út með þær fréttir að ég væri ólétt og nú er bara 1 og hálfur mánuður eftir meðgöngunni. Er ekki að fatta það sko...Shocking Var bara rétt áðan að koma frá Magdaleu hún var að gefa mér skiftiborð, sæng og sængurföt þannig að núna á ég tvö skiftiborð eitt ofan á bað og eitt sem ég get bara haft hvar sem er,get haft eitt uppi og eitt niðri. Ótrúlegasta fólk sem gefur manni barnadót, á líka svo marga góða að, er farin að sjá fram á það við þurfum bara ekki að kaupa neitt nema vagn.

Mér er búið að leiðast eitthvað svo agalega síðustu daga, flestar vinkonur mínar farnar eitthvað í skóla eða til útlanda já eða fluttar eitthvað, nema náttúrulega Fanney hún heldur í mér lífinu enda hitti ég hana nánast daglega Wink Já og tala nú ekki um þá á ég víst eitt stykki kærasta sem býr hinu megin á landinu Crying það er er oft erfitt að vera án hans og tala nú ekki um þegar maður á von á barni. En hann flytur til mín 1.nóv get bara ekki beðið þangað til. En hann má nú eiga það að hann er nú duglegur að koma til mín þessi elska Heart. Ætlar einmitt að koma til mín um helgina, hlakka mikið til að fá hann Grin

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, verð að fara að finna mér eitthvað að gera Wink

InGuNn

 


Nýtt blogg!!!

Jæja núna ætla ég að gerast eitt stykki bloggari, en ein tilraun mín til þess hehe.

Reyndar ekkert mikið að ské hjá mér þessa dagana nema vinnan og ótléttan, styttist óðum í litla krílið Smile er núna bara að redda öllu sem þarf fyrir komu þess. Get hreinlega ekki beðið. Er dugleg við að heimsækja litla frænda minn hann Davíð Þór hann er algör gullmoli, fæ að æfa mig aðeins með hann (finnst það sko ekki leiðinlegt), og svo var hún Eydís mín að koma með lilta dömu í síðustu viku, á reyndar eftir að fara og skoða hana en það fer að styttast í það. Og svo  Wink Mín bara orðin alveg barnasjúk heh..

            *Ætla ekki að hafa þetta neitt lengra til að byrja með*

                                                     Ingunn barnasjúka

                                                 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband