30.9.2008 | 17:24
Skíta kuldi
Já ég held barasta að það sé að koma vetur, það kom bara þvílíka snjókoman í dag í svona klukkutíma brrr.. ég verð samt að viðurkenna að það kom svona smá jólafýlingur í mig þegar ég sá snjókornin detta niður reyndar er nú kannski full snemmt að fá jólafýling, en þau verða komin áður en ég veit af tíminn líður svo ótúlega, finnst t.d eins og það hafi bara verið fyrir bara nokkrum vikum að ég fór inná FSA og kom út með þær fréttir að ég væri ólétt og nú er bara 1 og hálfur mánuður eftir meðgöngunni. Er ekki að fatta það sko... Var bara rétt áðan að koma frá Magdaleu hún var að gefa mér skiftiborð, sæng og sængurföt þannig að núna á ég tvö skiftiborð eitt ofan á bað og eitt sem ég get bara haft hvar sem er,get haft eitt uppi og eitt niðri. Ótrúlegasta fólk sem gefur manni barnadót, á líka svo marga góða að, er farin að sjá fram á það við þurfum bara ekki að kaupa neitt nema vagn.
Mér er búið að leiðast eitthvað svo agalega síðustu daga, flestar vinkonur mínar farnar eitthvað í skóla eða til útlanda já eða fluttar eitthvað, nema náttúrulega Fanney hún heldur í mér lífinu enda hitti ég hana nánast daglega Já og tala nú ekki um þá á ég víst eitt stykki kærasta sem býr hinu megin á landinu það er er oft erfitt að vera án hans og tala nú ekki um þegar maður á von á barni. En hann flytur til mín 1.nóv get bara ekki beðið þangað til. En hann má nú eiga það að hann er nú duglegur að koma til mín þessi elska . Ætlar einmitt að koma til mín um helgina, hlakka mikið til að fá hann
Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, verð að fara að finna mér eitthvað að gera
InGuNn
Athugasemdir
jáá þetta er hræðilegt.. náttúrulega hundleiðinlegt heima eftir að ég fór;) en ég kem heim um næstu helgi .. svo þú ert í góðum málum;) hehe..
Nei segi svona.. en langt síðan ég sá þig seinnast mhh 2 og hálf vika.. hef nú barasta aldrei verið svona lengi frá þér hehe..
En flott blogg vinan;) Guðrún sys :*
Guðrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:11
já Dalvíkingar eru svo góðir í svona allir tilbúinir að lána og gefa manni eitt og annað þegar von er á lille bebe ohhh hvað ég verð glöð eftir mánuð þegar kallinn þinn verður kominn til þín og lillu Á eftir að sakna hans Ji minn það er svo stutt í þetta ég er alveg að farast úr spennu gott að þið þurfið ekki að kaupa allt það munar miklu að fá að láni og svona. við keyptum einmitt bara vagninn Ég er sko líka kominn í jólafíling skil þig sko vel. Langar pínu að hafa smá snjó en *birrr* svo kalt en fallegt
Knús á þig og lillu mína Farðu vel með þig vina mín
Helgan, 1.10.2008 kl. 06:28
Gangi ykkur verðandi fjölskyldunni allt í haginn :) Ég fylgist með úr fjarlægð :)
Magni Þór (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 09:58
Nei sælar og gaman að sjá að þú sért komin með blogg í ganginn aftur ;) Þú verður nú að fara að kíkja á mig... er farin að sakna þín... en ég sé þig/ykkur á lau er það ekki?? ;)
Eydís Ösp (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:43
hæhæ takk fyrir kvittið ja það er sko orðið langt síðan við sáumst síðast ;) þú ert alltaf fyrir sunnan er það ekki?
Gulla (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.