17.10.2008 | 11:08
Slökun!!
Já næstu daga og vikur þarf á ég að vera í algjörri slökun!! má nánast ekkert gera. Gangi mér vel segi ég nú bara fór í mæðraskoðun á miðvikudaginn eftir vinnu og var send inná fæðingadeild með of háan blóðþrýsting og eggjahvítu í þvagi, eftir ítarlegar skoðanir var ég svo lögð inn, mér til mikillar gelði, veit ekkert leiðinlegra en að hanga í sjúkrarúmi og horfa út í loftið en sem betur fer fékk ég að fara heim eftir sólarhring með því skilyrði að slaka bara á framm að fæðingu því ég væri komin með vott af meðgöngueitrun.
Mér gengur nú reyndar ekkert alltof vel að slaka á, sérstaklega því ég finn voða lítið fyrir þessu. En ég reyni mitt besta, sérstaklega vegna þess að ég þarf nú að hugsa um fleiri en sjálfan mig.
Ég sem var búin að plana það að fara að versla jólagjafir og stússast helling áður en barnið fæðist en nei ég má það víst ekki. Það er nú samt helling sem þarf að gera áður en litla krílið lítur dagsins ljós, það er svo stutt í það, tala nú ekki um ef ég vesna eitthvað þá þarf bara að setja mig af stað. En þá verður pabbinn og amman bara að sjá um það sem á eftir að gera
Svo er nú víst helgi framundan býst við því að hún fari bara í afslöppun, ætla nú samt að reyna að þvo smá barnaföt og svona í rólegheitum. Svo á mánudaginn þarf ég aftur inná FSA í skoðun vona að það komi vel út því annars verð ég lögð inn aftur
jæja ætla að láta þetta nægja í bili, kem með fleiri fréttir síðar...
Athugasemdir
Ingunn mín viltu fara vel með þig ljúfan úfff þú verður bara að leyfa pabbanum og hinum í kringum þig að sjá um það sem eftir er. Finndu þér bara eitthvað að dunda við prjóna eða eitthvað rólegt guð hvað er orðið stutt í þetta ég skil þig samt vel að eiga erfitt með að slaka á ekki það auðveldasta en farðu súper vel með ykkur Ég get hjálpað bróa að versla jólagjafirnar svo þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af því, ekkert mál
Knús á ykkur lillu
Helgan, 17.10.2008 kl. 12:38
Hæhæ íngunn mín,gvuð er krílið bara að fara að koma:O hvað ertu komin langt?:) eg er greinilega eitthvað langt á eftir! haha enda bý ég í ólafsfirði,fólk veit ekki neitt:) En ég skil þig vel með sjúkrahúsin,ekkert spennandi að vera þar,ég var einmitt lögð inn viku aður en eg átti og varð svo sett af stað!:) svo var eg ekkert að hvíla mig eða neitt á sjukrahusinu eftir á,eg bara dreif mig heim,átti a þriðjudegi og var farin snemma a föstudegi og eg var i keisara:Dhahaha gat varla labbað og svo þegar eg var komin heim,"ohh afhverju fór ég heim":) haha en nuna se eg samt ekki eftir þvi;) En gangi þér ótrulega vel elskan min og endilega lattu mig vita þegar krílið kemur í heiminn:) knus og kossar
Síssa (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:44
já þú skalt sko fara vel með þig og þú mátt hanga hjá mér eins og þú vilt :)
Ég skal baka handa þér :)
Litli frændi ;) fer að láta sjá sig Davíð þór er farin að bíða eftir honum ;)
Fanney frænka :) (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:09
Þú stendur þig eins og hetja vinkona :)
Magni Þór (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:54
Gangi þér vel Ingunn mín og farðu vel með þig í guðana bænum!!!
Nína (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 14:25
Takk allir ég geri mitt besta í að slaka á og já Fanney það er sko ekki leiðinlegt að koma til þín þú ert svo góður bakari, algjör húsmóðir og Helga takk fyrir að bjóðst til að aðstoða ;) það er alltaf gott að vita að maður á góða að sem vilja hjálpa manni takk takk ;)
Ingunn (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 20:50
Síssa: ég er komin 37 vikur á miðvikudaginn ;) já sjúkrahúsið er alls ekki mitt uppáhald :( en jámm ég læt þig vita elskan, verð nú að fara að fá að sjá skvísuna þína kannski kíkka eg bara einhverntíman í fjörðinn þegar ég verð búin að eiga ;)
Ingunn (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.