23.10.2008 | 14:52
Veturinn komin ;)
Brr já það má nú segja að veturinn sé kominn og ég held að hann sé komin til að vera hérna á Dalvík. Komin fullt af snjó, held samt að þetta sé í fyrsta skiftið sem mér er bara alveg sama finnst bara fallegt úti núna ekkert smá jólalegt, snjór á grenitrjánum og svona Er annars byrjuð að hugsa voða mikið um jólinn þar sem ég hef nú lítið annað með tímann að gera, byrjaði meira að segja að föndra jólakort í gær er var nú ekkert sérlega ánægð með útkomuna, því miður
En annars hefur lítið skeð hjá mér síðustu daga hef bara tekið því rólega (svona eins og ég mögulega get). Já og svo ég minnist nú á það þá keypti ég mér bók um daginn, held svona í alvöru talað að þetta sé fyrsta bókin sem ég hef keypt án þess að þurfa þess og er ég bara þónokkuð stolt af því Þessi bók kosstaði mig nú reyndar ekki nema 650 kr og er hún sko alveg þess vriði þetta er bókin konur með einn í útvíkkun fá enga samúð, mjög góð bók, verð samt að viðurkenna að ég verð nú hálf smeik þegar ég les sumar sögurnar í henni ekki það að ég kvíði nú ekkert fyrir fæðingunni eða allavega ekki mikið heh
Jæja ætla að fara að gæða mér á skúffukökuni sem yngsat systir mín var að enda við að baka,hún er alveg snilldar bakari þrátt fyrir það að vera bara 13 ára gömul
INGUNN
Athugasemdir
hahahaha fyrir nokkrum mánuðum má lesa mjög svipað blogg hjá mér þegar ég fjárfesti í þessari mögnuðu bók einmitt á 650 kall... finnst hún snilld já margar sögurnar eru nú ekkert mjög skemmtilegar en enda vel
ég er sammála með snjóinn örugglega helmingi meira hjá þér en mér en mér finnst þetta svo jólalegt og fallegt núna ekkert að láta þetta pirra mig óvenju snemma líka í jólaskapi
knús á ykkur
Helgan, 23.10.2008 kl. 21:32
Já þessi bók er sko algjör snilld, viðurkenni það líka alveg að það fór smá hrollur um mann við að lesa þessar sögur :) En ég allavegana las hana 2. sinnum! Hehe :) (ein sem hafði ekkert að gera síðustu dagana!)
Magnea (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 13:20
Heh, já það er bara að koma jól.. Ég er ekki frá því að ég sé komin í þetta líka mikla jólaskap, þó að það sé nú ekki mikill snjór hér á Stokkseyrinni þá er samt eitthvað við þennan kulda og myrkrið sem gerir mann svona.. Hehe, heyra samt í manni, ekki einu sinni kominn nóvember:)
Ég er ekki frá því að mig langi að lesa þessa bók, bara í ganni, alltaf svo gaman að lesa um svona;)
Farðu nú vel með þig elskan, knús til ykkar frá mér, Ragga og Tínu
Margrét Elísa;), 28.10.2008 kl. 13:33
Hæ sæta:) rakst inná síðuna þína, en svo sá ég barnalandssíðu hjá þér:) var að spá hvort að ég mætti fá að lo og fylgjast með;)? sendi þér mail á barnalandsíðunni, en ég gat ekki beðið heheh;) en þú mátt endilega senda mér mail efað ég má fylgjast með;) Hafðu það annars gott sæta á loka sprettinum;)
Gerða (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.